Hverskonar hundur er Shiba Inu?

Í Shíbuni býr djarfur andi, drengskapur og óyggjandi réttlæti, sem saman koma í reisn og nátturulegri fegurð.

Shiban er sjálfstæð og getur verið hlédræg gagnvart ókunnugum en hún er trygg og umhyggjumikil gagnvart þeim sem hún ber virðingu til.

Hugtökin “djarfur andi”, (悍威 kan’i), “drengskapur” (良性 ryōsei) og árvakur (素朴 soboku) eru fíngerðar túlkanir sem mikið hefur verið rætt um (mörg álit).

Shíba-hundurinn er ein elsta hundategund sem til er og er sú hundategund sem er nánasti ættingi úlfsins.

Upprunaland Shíba-hundsins er Japan þar sem hundur hefur heitið ‘Shiba Inu’ (柴犬).

Shíba-hundurinn er minnstur af hinum sex upprunalegu spitz tegundum.

Sérstakt kyn með sérstaka skapgerð og minni en aðrar japanskar hundategundir.

Shiba Inu sig vel í fjallendi, tegundin var í upphafi ræktuð til veiða á litlum fuglum og kanínum.

‘Inu’ er japanska orðið fyrir hund en uppruni fornafnsins ‘Shiba’ er ekki eins skýr. Japanska orðið ‘shiba’ þýðir ‘brushwood’ og nánar útskýrt er átt við trjátegund eða runna þar sem laufin verða rauð á haustin. Margir halda því fram að ‘shiba’ hundurinn fékk þetta sérstaka nafn vegna þess að hundarnir voru notaðir til þess að veiða í villirunnum eða vegna þess að algengasti litur Shiba Inu hunda er rauðgulur sem líkist mjög haustlitum laufa.

Hinsvegar á gamlri nagano díalektu þýðir ‘shiba’ einmitt ‘lítill’ eða ‘smár’ og er þá vísun í stærð hundsins, þessvegna er kynið stundum kallað ‘litli runna-hundur’.

Shiba er tiltölulega smámunasöm tegund og finnur hjá sér þörf til þess að halda sjálfri sér hreinni. Hundarnir sjást oft sleikja loppur og leggi sína eins og kettir gera. Þeir verja allra jafna miklum tíma í að halda feldinum hreinum.

Vegna smámunasamri og stoltri skapgerð eru Shiba hvolpar fljótt húsvanir og í mörgum tilvikum húsvenja þeir sig sjálfir.

Það nægir oft að eigandi setji hundinn út eftir máltíðir og blundi til þess að þeir læri viðeigandi klósettvenjur.

Einkennandi eiginleikar kynsins er hið svokallaða ‘shiba-bofs’ þegar hundurinn er nægilega uppstökkur eða glaður getur hundurinn tekið til þess að mynda
hávært kall/öskur með hárri tíðni. Þetta getur gerst þegar hundurinn er meðhöndlaður á hátt sem hundurinn er ósáttur við. Hundurinn notar stundum svipað hljóð þegar hann er mjög glaður, t.d. þegar eigandi er að koma aftur eftir að hafa verið í burtu í lengri tíma eða þegar einhver uppáhalds mennskur gestur kemur í heimsókn.